Svefn
Svefn er mikilvægur fyrir heilsu og vellíðan á öllum aldursskeiðum, einnig á efri árum. Góður svefn hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi og minni. Í svefni fær líkaminn hvíld og líkaminn framleiðir vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og hraðar endurnýjun fruma fullorðins fólks.
Algengast er að fólk 65 ára og eldra þurfi um 7-8 klst. svefn.
Svefnþörf getur þó verið mismunandi og þurfa sumir aðeins meira og sumir minna.