Hreyfing
Það hefur áhrif á heilsu og líðan allra hópa, á öllum æviskeiðum, að takmarka kyrrsetu og stunda reglulega hreyfingu. Hreyfingin þarf ekki að vera tímafrek eða erfið til að hafa jákvæð áhrif. Með reglulegri hreyfingu við hæfi má til dæmis hægja á einkennum öldrunar, minnka einkenni kvíða og þunglyndis, bæta hugræna getu, bæta jafnvægi og almenna færni og viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi.
Í hverri viku ætti að hreyfa sig rösklega í minnst 150 mínútur.
Á efri árum er sérstaklega mikilvægt að huga að styrktar- og jafnvægisþjálfun, minnst 2-3 daga vikunnar.
Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð.