Fara á efnissvæði

Andleg og félagsleg heilsa

Með hækkandi aldri er andleg heilsa ekki síður mikilvæg en líkamleg heilsa. Hugræn og félagsleg virkni er mikilvæg og getur hægt á öldrun og heilabilun. Einn mikilvægasti þáttur hamingju og vellíðanar er að tengjast öðrum og eiga í góðum samskiptum við fólkið í kringum okkur. Styrkjum tengsl okkar við fjölskyldu, vini og nágranna.

Félagsleg einangrun og einmanaleiki

Félagsleg einangrun hefur aukist hjá öllum aldurshópum um allan heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hana sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Félagsleg einangrun er líka mun algengari en fólk grunar.

    • Einn af hverjum þrem fullorðinna er félagslega einangraður.
    • Félagsleg einangrun eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, og heilabilun.
    • Félagsleg einangrun eykur líkur á þunglyndi og kvíða.
    • Félagsleg einangrun eykur líkur á ótímabærum dauða.