Áfengi
Áfengi hefur mikil áhrif á heilsu og er einn af fjórum algengustu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma. Áfengisnotkun eykur m.a. áhættuna á ýmsum tegundum krabbameina, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli og skorpulifur.
Áfengisdrykkja getur haft áhrif á virkni lyfja og hefur einnig truflandi áhrif á svefn. Mælt er með að forðast áfengisdrykkju þar sem engin heilsubót eru af neyslu áfengis og ekki eru til nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun þess.
Tóbak og nikótín
Tóbak, og aðrar vörur sem innihalda nikótín, eru einn helsti áhættuþáttur fjölmargra alvarlegra sjúkdóma.
Nikótín sem er taugaeitur og hefur skaðleg áhrif á hjarta- og æðakerfi og taugakerfi, m.a. heilann. Nikótín er mjög ávanabindandi og hefur neikvæð áhrif á líðan.